Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Herra, sjá bylgjurnar

1. Herra, sjá bylgjurnar brotna
og beljandi stormur hvín,
og himinninn hulinn er skýjum,
vér hrópum í neyð til þín.
Hirðir þú ei um það, herra,
hér þó að týnumst vér?
Hvernig geturðu blundað á bárum,
vor bátur í voða er?

Kór: Sjá, ég hefi vald yfir vindi´ og sjó!
Verði ró, verði ró.
Alls enginn maður né myrkravald,
ei magnþrunginn hafsjór, með öldufald,
fær grandað því skipi, er geymir í sér,
þann Guð, sem frá upphafi var og er.
Sjá, ég hefi vald yfir vindi´ og sjó!
Verði ró, verði ró.
Sjá, ég hefi vald yfir vindi´ og sjó!
Verði hér ró!

2. Herra, ég andvarpa´ í angist,
því anda minn skortir frið,
og hafdjúp míns hjarta er ókyrrt
um hjálp þína´ og náð ég bið.
Sál mín er glötuð að sökkva
syndmyrka hylinn í.
Tak við stjórninni, himneski herra,
ég hjálparlaus til þín flý.

3. Herra, nú heyrist ei andblær,
nú hefi ég fundið skjól.
Mín önd speglar himininn hreina,
sem hafdjúpið morgunsól.
Drottinn minn, far þú ei frá mér,
fylg mér, því leið er vönd,
Uns ég höfn næ og hugglaður uni
á  himneskri friðarströnd.

Mary A. Baker - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi