Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Brimhvítur fáni

1. Brimhvítur fáni þótt blóðstökktur sé
hann blaktir á Golgata sólbjartri hæð.
Kærleik Guðs tjáir við kynslóðaveginn,
krýn Guð með tungu og hjarta´ og æð.
Sigur er unninn og svartmyrkursnóttin
sveif  brott er Jesús reis dauðanum frá.
Krossinn er auður, hinn krossfesti lifir
komið og líf öðlist Jesú hjá.

Kór: Golgata fáninn í blænum bylgjast
blóðkeyptir vinir nú saman fylgjast.
Ögrar þér ekki hin örugga trú?
Allt fyrir Jesúm, ó, komdu nú!

2. Blæðandi undir hann bindur og græðir,
brottfallna vini hann kallar á ný.
Allir sem koma, fá yl við hans hjarta
árgeislum laugast þá himinn í.
Tímarnir skiptast og kynslóðir koma,
koma og fara sem straumkastið hjá.
Klettur þó stendur í kvikstraumi alda,
Kristur, sem frelsar þig drukknun frá.

3. Konungar loks munu krjúpa´ að hans fótum
kórónur leggja þeir fætur hans við.
Heimsbyggðin undrast, mun horfa á ljómann
heiðingjar koma og öðlast frið.
Lofgerðin ómar frá ljósengla heimi
lofsöngvar berast og jörðunni frá.
Bergmála tónar um bláhimindjúpin
Brúðguminn, Jesús, mun stjórna þá.

T. B. Barratt – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi