Samkomur að hefjast á ný

Vegna tilslakana á samkomubanni munu samkomur kl. 11:00 nú fara af stað með hefðbundnum hætti frá og með 7. júní.

Áfram verður lögð áhersla á hreinlæti, handþvott og sprittnotkun. Við mælumst einnig til þess að fólk sleppi enn um sinn faðmlögum og handaböndum. Við biðjum þá sem eru með flensueinkenni um að bíða með að mæta þangað til þau eru gengin yfir.

Á svölum og í hliðarsal verður stólum raðað með 2 metra millibili fyrir þá sem það kjósa. Einnig verða áfram útsendingar, bæði á Lindinni og á netinu, svo að þeir sem ekki treysta sér til að koma strax geta enn fylst með.

Barnagæsla verður í boði fyrir 3-10 ára frá og með 7. júní þannig að öll fjölskyldan getur komið í kirkju.

-Sjáumst í kirkju.

Fréttir og framundan

Nýjasta predikunin

Þú ert velkomin

Hvar sem þú ert á göngu lífsins
þá skiptir þú máli og líf þitt hefur tilgang.
Í Fíladelfíu viljum við gjarnan hjálpa til við
að fá svör við þeim spurningum sem þú hefur
um lífið og trúna.

Bænaherbergi

Í kjallara Fíladelfíu er bænaherbergi með sér
inngangi og þangað er hægt að koma og biðja
allan sólarhringinn. Smelltu hér að neðan
til að skrá þig á tíma.

Instagram Fíladelfíu