Breytingar á samkomuhaldi

Vegna tilmæla heilbrigðisyfirvalda og ákvörðunar stjórnvalda um samkomubann verður kirkjan aðeins á netinu á meðan samkomubann varir. Þannig verður kirkjan þar sem þú ert!
Teymið okkar hefur búið þannig um hnútana að kl. 11.00 og 14.00 getir þú tekið þátt í samkomu með lofgjörð og prédikun í beinni útsendingu í gegnum síma, tölvu eða sjónvarp. 
 
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Jóh. 14.27
 
Biðjið með okkur fyrir þeim sem eru smitaðir og gegn útbreiðslu sjúkdómsins.
Hafir þú spurningar getur þú sent fyrirspurn á filadelfia@filadelfia.is eða í gegnum facebook-síðu kirkjunnar.
 

Fréttir og framundan

Nýjasta predikunin

Þú ert velkomin

Hvar sem þú ert á göngu lífsins
þá skiptir þú máli og líf þitt hefur tilgang.
Í Fíladelfíu viljum við gjarnan hjálpa til við
að fá svör við þeim spurningum sem þú hefur
um lífið og trúna.

Viðburðir framundan

Bænaherbergi

Í kjallara Fíladelfíu er bænaherbergi með sér
inngangi og þangað er hægt að koma og biðja
allan sólarhringinn. Smelltu hér að neðan
til að skrá þig á tíma.

Instagram Fíladelfíu