Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Drottinn alfaðir

1. Drottinn alfaðir, eilífðar landa
eins og úthaf er miskunn þín stór.
Heim til Síon mín sál berst í anda
inn í söngradda milljóna kór.

Kór: Lyft mér, Drottinn, í helgunar hæðir,
mig í hellubjargsskorunni geym.
Best þá orð þitt og andinn mig fræðir
og mitt auga sér leiðina heim.

2. Lyft mér hátt yfir dauðahúms dali
ó, mér Drottinn, það himneska sýn.
Þar sem frjáls æ ég finni sem tali
þig sem föður í elsku til mín.

3. Gef mér hreinleik og helgun í anda,
svo að hyljist ei ljós þitt í mér.
Að ég vitni um verk þinna handa
og ég verði sem geisli af þér.

4. Ég vil krjúpa þér klökkur í hjarta,
hér í krossskugga þínum ég dvel.
Þar er skjól mitt og borgin mín bjarta
og ég blóð þitt að hornsteini vel.

Werner Skibsted – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi