Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég hef heyrt

1. Ég hef heyrt að herrann Jesús
hafi stöðvað vind og sjó,
gengið yfir ölduföllin eftir vild.
Öllum var hann vina bestur,
veitti náð og bætti hag!
Komið, heyrið helgan sannleik
hann er enn hinn sami´ í dag.

Kór: :,: Eins og var, hann er í dag. :,:
Týndum að hann er á leit,
að sér dregur fallna sveit.
Já, eins og var, hann er í dag.

2. Er hinn blindi Bartimeus
boðskap fékk um nálægð hans,
Hrópaði´ hann: Þú herra, Kristur, hjálpa mér.
Blindnin hvarf og Bartimeus
bót þar fékk á eymdahag.
Heyrið orð, sem hjartað kætir:
Hann er enn hinn sami´ í dag.

3. Haltir, blindir, þreyttir, þjáðir,
þungum syndum hlaðnir menn,
öllum boðið er í Jesú opinn faðm.
Snert sem konan fald hans fata,
færist allt þá skjótt í lag.
Fallna menn af flokkum öllum
frelsa vill hann enn í dag.

Mrs. S. Z. Kaufman – Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi