Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ein lítil stund

1. Ein lítil stund með krossins kvala herra,
svo kærleiks eilífð við hans hvíta lið.
Um litla stund hér þungan ekka þerra,
þá eilíf ár við kóngsins dýrðar frið.

Kór: Æ, vin, ver með, tak vörðinn þar til morgnar,
kom, rís frá ró, og rétt þín ljósa ker!
Nú segir Jesús, sorgir yfir fornar,
ó, son minn, vak þú eina stund með mér!

2. Ein lítil stund af oki, ertni, hlátur,
þar eilífð, yfir jarðar skop og háð.
Ein lítil stund, við krossins kvala grátur,
nú krýning dýrðar og hans eilíf náð.

3. Ein lítil stund af amstri, ánauð, þjáning,
þá eilífð kær, af ró og friðar fylgd.
Ein lítil stund, við orðsins sáru sáning,
nú sælu líf, um eilíf árin mild.

Jessie H. Brown - Sigurður Sigvaldason.

Hljóðdæmi