Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Herra lát ekkert

1. Herra, lát ekkert í heiminum víða
hefta þá vængi, sem fyrr gafstu mér.
Gef þú mér frjálst uppi' í loftinu' að líða,
lofgerð og dýrðarsöng minn flytja þér.

2. Snörurnar liggja hér lágt niðri' í heimi,
lát þú mig aldrei hér festast í þeim.
Gef þú að hátt upp í geiminn ég sveimi,
Guð, veit um síðir til þín nái' ég heim.

3. Hætturnar niðri hér hvarvetna sveima,
hvíld eða friður þar enginn er til.
Ég er Guðs barn og hjá honum á heima,
hamingju minnar þar leita ég vil.

4. Lát mig á vængjunum frjálsan upp fljúga,
faðir minn blessaður, hátt upp til þín,
neitt lát ei þyngja mig niður né kúga,
náðin þín, Drottinn, er einkavon mín.

Lina Sandell – Valdimar  Briem

Hljóðdæmi