Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hljóða nótt

1. Hljóða nótt, heilaga nótt,
blítt og rótt, blundar drótt.
Ástríkum, ferðlúnum foreldrum hjá
fríðasta sveinbarn í jötunni lá
:,: Dreymandi himneska dýrð. :,:

2. Hljóða nótt, heilaga nótt.
allt er rótt, hægt og hljótt.
Vaka í kyrrðinni hjörð sinni hjá
hirðarnir Betlehemsvöllunum á
:,: Saknandi sólar og dags. :,:

3. Hljóða nótt, heilaga nótt.
Birtir skjótt, fríkkar fljótt.
Syngjandi ljósengla himneskan her,
hjarðmenn á völlunum líta hjá sér
:,: Dýrðlega dásama stund.:,:

4. Hljóða nótt, heilaga nótt.
Engill drótt innir skjótt:
,,Óttist ei! Dýrðlegan fögnuð ég flyt,
friðlýst er jörðin við ljósanna glit.
:,: Frelsarinn fæddist í nótt.” :,:

5. Hljóða nótt, heilaga nótt.
Soninn hljótt, signir drótt.
Fléttar með þakklæti kærleikans krans,
krýpur í lotning að jötunni hans
:,: Syngjandi: Drottni sé dýrð. :,:

6. Hljóða nótt, heilaga nótt.
Allt er rótt, heilagt, hljótt.
Helgaðu, blessaðu sérhverja sál,
söng vorn og bænir og lofgerðarmál.
:,: Guð, gef oss gleðileg jól.:,:
Valdimar V. Snævarr.

Hljóðdæmi