Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús á krossinum

1. Jesús á krossinum brot vor bar,
beiskustu kvöl hann leið.
Jesús á krossinum þoldi þar
þín vegna sára neyð.

2. Hjá Jesú krossi ég fögnuð finn,
frelsi og hvíld og skjól.
Þar skín í hjartað mitt hrellda inn
heiðfögur náðarsól.

3. Krossinn er friðar og frelsis teikn,
finna þar allir grið,
sárustu neyð og syndafeikn
sálir þar losna við.

4. Fagnandi þolum vér heimsins háð
hér við þinn blóðga kross.
Guðs föðurelska´ og guðleg náð
geislar þar móti oss.

5. Krossfestur er ég með Kristi nú,
konungur minn hann er.
Honum ég fylgi í hreinni trú,
hans nafn ég glaður ber.

Höfundur óþekktur – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi