Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Með silfri og gulli

1. Með silfri og gulli ég fékk ei mitt frelsi,
né fjármunum þeim, sem að tilheyra jörð.
En krossinn og blóðið, það keypti mig frjálsan
og kærleikinn dró mig í Guðs barna hjörð.

Kór: Ei með gulli og ei með silfri
endurleyst er sála mín.
En barnaréttinn blóðið gaf mér,
þar barg mér, Drottinn, náðin þín.

2. Með silfri og gulli var sekt mín ei goldin,
né sorginni útrýmt, sem hjarta mitt bar.
En krossinn og blóðið það kom mér til hjálpar,
í  Kristi því útvalið Guðs barn ég var.

3. Með silfri og gulli ég sigra ei að lokum,
né sveiginn mér himneska getur það veitt.
En krossinn og blóðið, það kraftinn mér gefur
og kórónu´ að lokum, því allt er til reitt.

James  M. Gray - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi