Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Nú vakna blómin

1. Nú vakna blómin af vetrardvala,
og vori fagna um dægur löng,
og þúsund fuglar um loftið líða,
sem lofa Drottin með gleðisöng.

2. Í öllu birtist Guðs ástarkraftur,
það er sem frelsarinn gangi hjá,
því daufir heyra og dauðir lifna,
og dagsins ljóma þeir blindu sjá.

3. Hann læknar sár vor og telur tár vor,
hann til vor brosir svo náðarmilt,
og andi Guðs hefir gjört oss frjálsa,
og guðdómsfriði vor hjörtu fyllt.

4. Ei framar dauði né fyrirdæming
er yfir þeim, sem að elska Krist,
því Jesús lifir og hann þeim hjálpar,
og hann þá leiðir í dýrðarvist.

5. Það er vor gleði og besta blessun,
að boða krossdauða frelsarans,
því yfir heimi og synd og Satan
vér sigur vinnum í nafni hans.

6. Þá Guð sér börnin sín frelsuð fagna,
hans föðurhjarta af gleði slær,
og þegar harmur vor hjörtu mæðir,
hann hugarsvölun og kraft oss ljær.

Joël Blomkvist – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi