Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, sú unaðarstund

1. Ó, sú unaðarstund er ég kom á þinn fund,
Kristur Jesús, í kærleik og trú.
Þá varð sorgin að söng, sæla lífsbrautin löng,
ég fæ sungið þér söng minn nú.

Kór: Ó, sú unaðarstund, er ég kom á þinn fund,
þá var hatri úr hjartanu svipt.
Hló mér himinninn blár, hrundu gleðinnar tár,
mínum huga til hæða var lyft.

2. Þá fékkst sigur í sorg, sólskin ljómaði´ í borg
þá vék syndin úr sál minni öll.
Landið blómgaðist blítt, breiddist sumarið hlýtt
yfir brosandi byggð og fjöll.

3. Engin ógæfa slær, ef þú, Jesús, ert nær,
þú ert hjartnanna huggun og fró.
Og þótt eitt sinn í neyð, áþján liðir og deyð.
Einn þú ríkir um aldur þó.

Höfundur óþekktur - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi