Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hverju trúum við?

Kjarninn í trú okkar

Fíladelfía er fyrst og fremst kristin kirkja.

Fíladelfía getur skrifað undir allar grunntrúarjátningar

kristinnar kirkju í gegnum aldirnar og tekur mikinn

þátt í samkirkjulegu starfi.  Það má segja að

megináhersla okkar sé sú að trúin sé ekki innantómt

form eða venja.

Við trúum á Guð sem heyrir bænir, við fylgjum Jesú 

sem huggar þá sem eru sorgbitnir, gefur þeim von sem

skortir von og þeim tilgang sem eiga ef til vill allt en

skortir þó það sem öllu máli skiptir. Við trúum á

Heilagan anda, sem er vinur á trúargöngunni dag

hvern og gefur okkur kraft til að takast á við áskoranir

og vera verkfæri Guðs til þess að þjóna öðrum.Við trúum því að allir menn þurfi á Guði að halda.

Við trúum því að Jesús Kristur sé eina leiðin til Guðs

og menn þiggi frelsi og líf frá honum án verðskuldunar,

algjörlega af náð.

Við trúum því að það sé rangt að dæma fólk og við

viljum taka vel á móti öllum, eins og Jesús gerir.Trúarjátning Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi


  1. Við trúum að Biblían sé innblásið og áreiðanlegt orð Guðs. 

(2. Tím. 3:16)

2. Við trúum á einn eilífan Guð, þríeinan, Föður, Son og

Heilagan anda.

(Jes. 40:28; Matt. 3:16-17; Jóh. 1:18; 10:30)


3. Við trúum á Jesú Krist, Guðs einkason, getinn af Heilögum

anda, fæddan af Maríu mey.

Hann sem var Guð, svipti sig öllu og kom fram sem maður,

mannlíf hans var syndlaust og fullkomið.

(Lúk. 1:35; Fil. 2:7; Heb. 4:15)4. Við trúum því að fyrirgefning synda og friður við Guð fáist

aðeins vegna fórnardauða Jesú Krists. Sú fórn var fullkomin og

nægir til réttlætingar fyrir alla þá sem iðrast synda sinna.

Réttlæting fæst af náð, fyrir trú, án verðskuldunar og er gjöf

Guðs til allra sem játast Jesú Kristi.

(Jóh. 3:16; Efes. 2:8; Kól. 2:13-15; Róm. 10:9-10)
5. Við trúum því að Jesús hafi risið líkamlega upp frá dauðum,

stigið til himna og sitji til hægri handar Guði föður.

(Jóh. 20:20; Post. 1: 1-3, 9; 1 Kor. 15:3-4)6. Við væntum endurkomu Jesú Krists, þegar hann hrífur kirkju

sína til fundar við sig. Eftir fyrirheiti hans væntum við nýs

himins og nýrrar jarðar þar sem réttlæti býr.

(Post. 1:9-11;  Opb. 21:1;  2. Pét. 3:13)7. Þeir sem velja að fylgja Jesú Kristi fá Heilagan anda að gjöf.

Hann umbreytir hugsun og hegðun eins og Biblían kennir. Hinn

kristni verður með tímanum líkari Jesú í orði, verki og

viðhorfum.

(Galatabréfið 5:22-23; Róm.12:2; 2. Kor.5:17; Heb.12:14;

2.Pét. 3:11)
8. Við trúum á gildi skírnar Heilags anda og náðargjafanna eins

og þeim er lýst í Nýja Testamentinu.

(Post. 1:8; 1. Kor. 12 og 14; Efesus. 4:11-12)9. Við trúum að kristin kirkja sé stofnuð af Jesú til að vera

farvegur fyrir verk Guðs á jörðinni, að skírn í vatni sé aðeins

fyrir þá sem hafa tekið á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum.

Við skírum með niðurdýfingu, til Drottins Jesú Krists í nafni

þrenningarinnar. Heilög kvöldmáltíð hefur einungis gildi fyrir þá

sem hafa tekið við náð Guðs og eru lærisveinar Jesú Krists.

(Kól. 1:18, Matt. 28:19)10. Við trúum á eilíft líf hinna endurleystu á himni og eilífa

glötun þeirra er hafna hjálpræðinu.

(Matt. 25:46; Jóh.3:16; 1. Þess. 4:17)