Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ertu nýr hér?

Velkomin í Fíladelfíu


Þú ert hjartanlega velkomin í kirkjuna.
Alla sunnudaga bjóðum við upp á fjölbreytta dagskrá.
Klukkan 11:00 er samkoma á íslensku (túlkun yfir á ensku í boði).

Klukkan 14:00 er samkoma á ensku og klukkan 16:00 er samkoma á spænsku. Á þessum þremur samkomum er boðið upp á barnastarf.

Við viljum taka vel á móti fólki, hvort sem þú hefur áður tilheyrt kirkju eða aldrei komið áður ertu velkomin.




Hvernig eru samkomur hjá ykkur?



Segja má að samkomur séu frekar óformlegar hjá okkur.

Venjuleg samkoma er um 75 mínútur frá upphafi til enda.

Tónlist hefur lengi verið áhersla hjá okkur, við viljum nota tónlist sem er í takt við tímann og erum þvi kannski ekki með hefðbundna kirkjutónlist.

Fyrri hluti samkomunnar er að mestu söngur en hlé er gert á söng til að fara yfir það sem er framundan og einnig er gefið tækifæri til þess að styrkja kirkjustarfið.

Í Fíladelfíu notum við mikið predikunarraðir eða kennsluþemu, hver predikun er sjálfstæð en á 4-6 vikum er kannski verið að fjalla um ólík efni sem tengjast sama þemanu.

Predikunin er 30-35 mínútur alla jafna. Áherslan hjá okkur er að predikunin sé hagnýt og tengist daglegum veruleika, allir ættu að geta tekið eitthvað til sín.

Við endum allar samkomur á því að þeir sem vilja fá fyrirbæn  fá kost á því.

Eftir samkomu er alltaf boðið upp á kaffi í kaffisal kirkjunnar og fyrsta flokks kaffihús er einnig opið í kaffsalnum sem og bókabúð kirkjunnar.

Upplýsingaborðið

Eftir samkomuna klukkan 11 á Sunnudögum opnar upplýsingaborð kirkjunnar.

Þar er hægt að fræðast um starfsemi kirkjunnar, skrá sig á námskeið og þessháttar.

Okkur finnst gott að geta haft samband við fólk ef það leyfir.
Þeir sem fylla út upplýsingaspjald frá kirkjunni á upplýsingaborðinu fá litla gjöf.


Upplýsingaborð

Ef ég vil ganga í kirkjuna

Við tökum vel á móti öllum þeim sem vilja tilheyra kirkjunni og taka þátt í okkar sameiginlegu vegferð.

Það er eðlilegt fyrsta skref að byrja að sækja samkomur og taka þátt í kirkjulífinu áður en ákvörðun er tekin um að ganga í kirkjuna.

Ef þú hefur spurningar varðandi trú kirkjunnar eða afstöðu í einstökum málum er auðsótt að fá viðtal við prest og fá svör.

Til þess að verða fullgildur meðlimur í kirkjunni er farið fram að viðkomandi hafi verið skírð/ur. Þá er miðað við skírn trúaðra, þ.e.a.s. að viðkomandi hafi tekið skírn þegar hann var kominn til vits og ára, nær undantekningalaust er slík skírn framkvæmd með niðurdýfingu.

Kirkjan kemur fúslega til móts við þá sem ekki hafa tekið skírn en hafa áhuga á því.

Félagslíf

Í kirkjunni er mjög fjölbreytt starf og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um námskeið eða hreint félagsstarf er að ræða.
Í kirkjunni er mikill fjöldi fólks allstaðar að úr samfélaginu og á öllum aldri.  Algengt er að fólk myndi góð vináttusambönd við annað fólk í kirkjunni.

Fjölbreytt starfsemi kirkjunnar skapar vettvang fyrir fólk að kynnast öðru fólki og mynda vináttutengsl.
Samfélagshópar eru starfræktir í kirkjunni, það eru fjölbreyttir hópar sem fólk í kirkjunni starfrækir, mjög oft á heimilum sínum.
Hóparnir hittast oft hálfsmánaðarlega, sumir mánaðarlega, fjalla um kennsluefni úr kirkjunni með samtali, biðja saman og kynnast.
Hægt er að óska eftir að komast í samfélagshóp gegnum skrifstofu kirkjunnar.

Hafðu samband - við viljum gjarnan heyra í þér. 

Fylltu út formið hér að neðan til að hafa samband