Covid-19 Tilkynning

Sunnudagssamkomur frá og með 21. júní
 
Núgildandi samkomutakmarkanir eru þannig að 300 manns mega koma saman við trúarathafnir svo lengi sem skráð er nafn, kennitala og símanúmer allra viðstaddra ef upp skyldi koma smit. Við komu í kirkju verður þess vegna óskað eftir þessum upplýsingum og þær skráðar niður. Einnig er sætisnúmer allra skráð niður. Grímuskylda er allan tímann en engar nálægðartakmarkanir gilda.

Þegar komið er í aðalsalinn biðjum við fólk um að ganga til hægri. Þar taka samkomuþjónar á móti fólki og vísa því til sætis og skrá niður sætisnúmer. 
 
Sáumst í kirkju

Þú ert velkomin

Hvar sem þú ert á göngu lífsins
þá skiptir þú máli og líf þitt hefur tilgang.
Í Fíladelfíu viljum við gjarnan hjálpa til við
að fá svör við þeim spurningum sem þú hefur
um lífið og trúna.

Instagram Fíladelfíu