Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Alfa námskeið

Alfa er 10 vikna námskeið sem fjallar um kristna trú á

aðgengilegan og skemmtilegan hátt þar sem tækifæri gefst á

að skoða stóru spurningar lífsins út frá kristnu sjónarhorni.



Hist er einu sinni í viku í 1.5 -2  klukkustundir í senn eftir því

hvort námskeiðið er tekið á netinu eða á staðnum.




Alfa hefur bæði verið kennnt á í kirkjunni og í gegnum netið

þannig að þeir sem ekki komast á staðinn geti einnig tekið

þátt, óháð því hvar á landinu (eða hvaða landi) fólk er statt.

Alfa á netinu verður kennt í gegnum samskiptaforritið Zoom.

Þúsundir Íslendinga hafa sótt Alfa námskeið og mikil ánægja

hefur verið með það frá upphafi.



HVERNIG VIRKAR ALFA?
 
18:30 – 19:00 matur - Kynnst og spjallað


Kennsla

19:00 – 19:30  Stuttar kennslur með stórar hugmyndir
 
Hverju Alfa kvöldi fylgir rúmlega tuttuga mínútna kennsla á

myndbandi.

Kennslurnar eru til þess gerðar að vekja upp fleiri spurningar

en þær svara. Þær fjalla um stóru málefnin tengd trúnni og

útskýra grunnatriði kristinnar trúar. Atriði eins og „Hver er

Jesús?“ og „Hvernig getum við átt trú?“.
 


Umræður

19:30 – 20:20 Ræðum spurningarnar sem skipta ykkur máli
 
Þetta er hápunktur kvöldsins. Eftir kennsluna verður ykkur

skipt í minni hópa þar sem gestgjafi mun leiða umræðuna. Hér

getið þið deilt ykkar hugsunum og vangaveltum um trúna og

lífið og heyrt hvað aðrir hafa að segja. Ykkur er frjálst að taka

virkan þátt í umræðunum en það er líka í góðu lagi að hlusta

bara.


"Mjög góð upplifun í alla staði, góður og kærleiksríkur félagsskapur"

"Alveg yndislegt, beið alltaf eftir næsta þriðjudagskvöldi"

"Stórkostleg upplifun"

Umsjón með Alfa

Jón Norðfjörð