Endurskoðun
Fíladelfía ræður utanaðkomandi endurskoðunarfyrirtæki til þess að vinna bókhald kirkjunnar. Síðan árið 2015 hefur endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young ehf. í Reykjavík starfað fyrir Fíladelfíu.
Rekstrarráð
Rekstrarráð hefur eftirlit með daglegum rekstri safnaðarins og heyrir undir stjórn safnaðarins. Rekstrarráð skal hafa ótakmarkaðan aðgang að öllum bókhalds- og rekstrargögnum safnaðarins. Rekstrarráð gerir m.a. fjárhagsáætlun kirkjunnar, gefur umsögn um möguleg fjárútlát og heldur utan um launamál. Rekstrarráð ber ábyrgð á gerð ársreiknings fyrir liðið rekstrarár sem jafnframt skal endurskoðaður af endurskoðanda eða skoðunarmönnum.