Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

BOÐUNAR OG HJÁLPARSTARF

Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna
minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér. - Jesús Kristur

Matteus 25:40

Sem fylgjendur Jesú trúum við því að okkur sé ætlað að fylgja fordæmi hans. Jesús kenndi fólki veg trúarinnar og sagði okkur að gera það sama (Matt 28: 18-19). Jesú mætti líka þörfum fólks, gaf því að borða, huggaði, læknaði, ráðlagði og hugaði að almennri velferð þess.  Jesús fól fylgjendum sínum að vinna sömu verk og hann. (Matt 25: 34-40).

Boðun kirkjunnar snýr að andlegri þörf mannsins. Þörfinni að kynnast Jesú sem leysir fjötra, læknar andleg sár og gefur sannann frið í hjartað. Samhliða því, eigum við að mæta líkamlegum og félagslegum þörfum þeirra sem eru í neyð.
Boðun kirkjunnar fer fram í því að segja frá kærleika Guðs, en einnig leitast við að sýna hann í verki.

Í Fíladelfíu eru allir hvattir til þess að taka sér tíma til þess að þjóna í boðunar og hjálparstarfi hið minnsta einu sinni á ári en helst miklu oftar.  

Sumir heimsækja fangelsi, aðstoða á kaffistofu Samhjálpar, heimsækja dvalarheimili fyrir aldraða, heimsækja söfnuði á landsbyggðinni, fara í trúboðs eða hjálparstarfsferðir til annara landa, taka þátt í trúboði í sínum heimabæ, heimsóknir í háskóla og svo mætti lengi, lengi telja.
Hvar sem mannlegt samfélag er að finna, þar er þörf. 

Svipmyndir af vettvangi

Fjáröflun fyrir boðunar og hjálparstarf

Flest í heiminum kostar, við gerum okkur grein fyrir þessu og því leggjum við okkur fram við að safna fjármunum til þess að styðja við góð málefni og reyna eftir bestu getu að vera hjálp fyrir sem flesta. Í söfnunum á vegum kirkjunnar til boðunar og hjálparsstarfs á vegum kirkjunnar er ekkert umsýslugjald.
Allt rennur beint í málefnið. 

Fjáröflunarleiðir

Jólatónleikar Fíladelfíu - fyrir þá sem minna mega sín

Skötuveisla 

Síðan 1992 hefur Hvítasunnukirkjan Fíladelfía haldið jólatónleika til styrktar þeim sem minna mega sín. Á hverju ári gefum við nokkrar milljónir króna í til þeirra sem mega sín, bæði í gegnum hjáparsamtök og svo beint til einstaklinga og fjölskyldna. Síðustu ár hafa stærstu styrkirnir farið m.a. til Mæðrastyrksnefndar, Hjálpræðishersins, Kaffistofu Samhjálpar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Fjölskylduhjálpar Íslands.

Samskot á sunnudegi

Annan sunnudag í hverjum mánuði eru tekin samskot á sunnudagssamkomum kirkjunar til styrktar trú og kristniboði. Styrkjunum er útdeilt í ýmiskonar verkefni á sviði trú- og kristniboðsmála.
Frá 2017 hefur verið haldin Skötuveisla á Þorláksmessu. Veislan er haldin í góðgerðarskyni og hefur styrkurinn hingað til farið í  meðferðarúrræði Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti.

Gjafir

Þeir sem vilja styrkja trúboðs og/eða hjálparstarf Fíladelfíu geta gert það með því að leggja inn á sérstakleg skilgreinda reikninga þess efnis.
Sjóður fyrir þá sem minna mega sín:
Kt: 540169-3739
0338-26-003739
Trú og kristniboðssjóður:
Kt: 540169-3739
0338-03-407100


Viltu vita hvernig þú getur hjálpað?

Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar