Um námskeiðið
Sorgarnámskeið og samvera fyrir þá sem hafa misst.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa misst og eru að upplifa sorg og depurð.
Við deilum tilfinningum, styrk og reynslu sem fylgja sorginni.
Skoðaðar verða tilfinningar sem allir ganga í gegn um í sorgarferlinu og unnið með þær í hóp.
Stuðst er við bókina Til þín sem átt um sárt að binda eftir Karl Sigurbjörnsson
Umsögn um námskeiðið
Ég varð fyrir miklum missi á barnsaldri og í 40 ár byrgði ég inni ýmsa vanlíðan.
Eftir að ég stofnaði sjálfur fjölskylda hugsaði ég alltaf: þegar þetta gerist þá líður mér vel eða eftir þetta þá
verður allt betra. En það var alltaf einhver vanlíðan undir niðri. Ég dreif mig í sorgarhóp í fyrra hérna í
kirkjunni og þvílík lausn, ég losnaði við mikla byrði og líðan mín er allt önnur.
Ekki bíða, taktu í útrétta hjálparhönd. Guði sè lof að þetta tækifæri og hjálp stendur okkur öllum til boða.
Karlmaður á miðjum aldri