Fíladelfía

Samfélags
hópar

"Járn brýnir járn, og maður brýnir mann"
Orðskviðirnir 27:17


Hvað eru samfélagshópar?


Samfélagshópur er í raun minnsta birtingarmynd kirkjunnar.

Hóparnir eru litlir, aldrei fleiri en 12 í hóp, og hittast flestir í heimahúsum.


Markmið hópanna er að mynda gott samfélag fólks sem er að byggjast upp í trú saman.

Smæð hópanna gefur rými fyrir persónulegra andrúmsloft og oft myndast mikil og góð

vinátta í hópnum.


Það er nokkur fjölbreyttni í samfélagshópnum sem eru starfandi í kirkjunni.

Sumir leggja áherslu á bæn, aðrir lesa mikið í Biblíunni, sumir eru kynjaskiptir, sumir

fyrir fjölskyldur og svo framvegis.

Að komast í góðann heimahóp er mikil blessun.Hversu oft hittast samfélagshópar og hvað er gert?


Hóparnir ráða sjálfir hversu oft þeir hittast, algengast er að þeir hittist aðra hvora viku.

Samfélagshópar eru nokkuð óformlegir og vinátta og tengsl eru stór þáttur í tilgangi

hópanna.


Þeirra hlutverk er fyrst og fremst að vera uppbyggilegt og gefandi samfélag fólks sem

sameinast um trú á Jesú Krist.Hægt er að óska eftir því að komast í samfélagshóp með því að hringja


á skrifstofu Fíladelfíu í síma: 5354700 eða með því að senda ósk um skráningu

 hér að neðan.