Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Markmið Jólastundar: Að gleðja landsmenn með dásamlegri jólatónlist en einnig er um að ræða góðgerðarviðburð þar sem fólki gefst kostur á að gefa til söfnunarinnar "Fyrir þá sem minna mega sín." Allir sem að verkefninu komu gáfu vinnu sína og hver króna sem kemur inn fer beint í góðgerðarmál.  Síðustu ár höfum við styrkt Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kaffistofu Samhjálpar auk fjölda annara neyðar verkefna sem kirkjan styrkir. Einnig eru gefnar gjafir í fangelsi og í Gistiskýlið bæði um jóla og páska.  

Þú getur gefið í verkefnið með því að leggja inn á þess:

Kt: 540169-3739
Banki: 
0338 hb: 26 nr: 003739.

Fyrir þá sem eru erlendis:
IBAN númer IS900338260037395401693739
SWIFT ESJAISRE

eða með Aur appinu:
@filadelfia 
skýring: jólastund

Fram komu: Gospeltónar, þau Óskar Einarsson, Fanny Tryggvadóttir og Hrönn Svansdóttir fenngu til sín góða gesti sem eru þau Páll Rósinkranz , Hera Björk, KK, Íris Lind, Helga Möller og Elísabet Ormslev. Hljómsveitna skipuðu Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Brynjólfur Snorrason og Pétur Erlendsson.

Hvar get ég horft og hvað kostar: Viðburðurinn var ókeypis og má sjá hér að neðan.