Unglingastarf Fíladelfíu kallast í daglegu tali "Fíló" og er hugsað fyrir
ungt fólk á aldrinum 13 ára og eldra. Unglingarnir í kirkjunni eru hress hópur
sem hittist oft og þar er yfirleitt mikið fjör.
Fasti punkturinn í vikunni eru unglingasamkomur sem eru alla föstudaga
kl: 20.00 í hliðarsal kirkjunnar. Gengið er á jarðhæð, upp tröppurnar á bakhlið hússins.
Allir unglingar eru hjartanlega velkomnir.
Heimasíða unglingastarfsins Facebooksíða unglingastarfsins