Á Golgatahæð
1. Á Golgatahæð féll gjaldið á hann,
það gafst ekki lengur stans.
Að brúði sér keypti´ hann með blóðinu mig,
ég blika í kórónu hans.
Kór: Við Golgata kross ég frelsi mitt fann,
úr flakandi und lífsflóðið upp rann.
Þar dómarinn mig úr dauðanum hreif
og dómskjalið sundur reif!
2. Við Golgata kross mitt gamla líf er
að Guðs vilja neglt og fast.
Mér fannst það svo létt, því fyrir mig var
að frelsarans hjarta brast.
Kór: Við Golgata kross með Kristi ég dó,
hans kærleiki mig að himninum dró.
Og um leið ég fann, hve innra varð hlýtt.
Sjá, allt er nú þegar nýtt.
3. Við Golgata kross ég Guðs-veginn kaus
og geng minn pílagrímsstig.
Ég lifi ei meir, því líf mitt er hann,
sem leið, já og dó fyrir mig.
Kór: Með blóði Guðs lambs er brúður Krists stökkt,
því beiska var öllu í hafdjúpið sökkt.
Ei Jesús oss gefur hjálpráð til hálfs,
Í honum er sál mín frjáls!
Andrew L. Skoog – Ásmundur Eiríksson
það gafst ekki lengur stans.
Að brúði sér keypti´ hann með blóðinu mig,
ég blika í kórónu hans.
Kór: Við Golgata kross ég frelsi mitt fann,
úr flakandi und lífsflóðið upp rann.
Þar dómarinn mig úr dauðanum hreif
og dómskjalið sundur reif!
2. Við Golgata kross mitt gamla líf er
að Guðs vilja neglt og fast.
Mér fannst það svo létt, því fyrir mig var
að frelsarans hjarta brast.
Kór: Við Golgata kross með Kristi ég dó,
hans kærleiki mig að himninum dró.
Og um leið ég fann, hve innra varð hlýtt.
Sjá, allt er nú þegar nýtt.
3. Við Golgata kross ég Guðs-veginn kaus
og geng minn pílagrímsstig.
Ég lifi ei meir, því líf mitt er hann,
sem leið, já og dó fyrir mig.
Kór: Með blóði Guðs lambs er brúður Krists stökkt,
því beiska var öllu í hafdjúpið sökkt.
Ei Jesús oss gefur hjálpráð til hálfs,
Í honum er sál mín frjáls!
Andrew L. Skoog – Ásmundur Eiríksson