Á þeim gullna morgni
1. Á þeim gullna morgni margir þjónar fá
meistarans úr hendi laun sín há og smá.
Hvellt básúnan ómar yfir höf og lönd,
englar ganga fram og leiða þá við hönd.
Kór: Gullni morgunn, gullni morgunn!
Hinsta nóttin horfin, gleymd!
Frelsara vorn Jesúm fáum vér að sjá.
Hallelúja, dýrð sé Guði himnum á!
2. Á þeim gullna morgni gröfum sínum frá
Guðs fólk rís í skyndi Drottni að vera hjá.
Friðar-unaðsgleðin fyllir himininn,
finnur þar hjá Kristi margur vininn sinn.
3. Á þeim gullna morgni hásæti Guðs hjá,
harmatárin þerrast fullkomlega þá.
Það forgengilega farið er og gleymt,
frelsi Drottins barna eilíflega heimt.
4. Er hinn gullni morgunn geislar yndishreinn,
Guð, hvort verð ég þá af sauðum þínum einn?
Mun ég verða fundinn mikla her í þeim,
meistarann, sem tigna hörpu ljúfum seim?
George Flodén – Ásmundur Eiríksson
meistarans úr hendi laun sín há og smá.
Hvellt básúnan ómar yfir höf og lönd,
englar ganga fram og leiða þá við hönd.
Kór: Gullni morgunn, gullni morgunn!
Hinsta nóttin horfin, gleymd!
Frelsara vorn Jesúm fáum vér að sjá.
Hallelúja, dýrð sé Guði himnum á!
2. Á þeim gullna morgni gröfum sínum frá
Guðs fólk rís í skyndi Drottni að vera hjá.
Friðar-unaðsgleðin fyllir himininn,
finnur þar hjá Kristi margur vininn sinn.
3. Á þeim gullna morgni hásæti Guðs hjá,
harmatárin þerrast fullkomlega þá.
Það forgengilega farið er og gleymt,
frelsi Drottins barna eilíflega heimt.
4. Er hinn gullni morgunn geislar yndishreinn,
Guð, hvort verð ég þá af sauðum þínum einn?
Mun ég verða fundinn mikla her í þeim,
meistarann, sem tigna hörpu ljúfum seim?
George Flodén – Ásmundur Eiríksson