Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Á tímans nótt

1. Á tímans nótt frá harmaskugga heimi
minn hugur flýgur til Jerúsalem.
Í dýrð míns föður dagsins sorg ég gleymi,
þar dvelur sál, því brátt ég þangað kem.

Kór: Þar grætur enginn hörpustrengur heima,
því heilög dýrð þar sína fylling á.
Jerúsalem, ó bjarta borg!
Þig börn Guðs jafnan fyrir augum sjá.

2. Á jörðu oft er hryggð í hörpu minni,
en himnum á hún fær sinn rétta seim,
því tárin þorna öll í eilífðinni,
hve undursamlegt er að koma heim!

3. Þá pílagrímar standa hólpnir heima,
og hetjur trúarinnar krónur fá,
berst sigurdýrð um sælu himingeima
líkt sætum niði ótal vötnum frá.

Elsa Eklund – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi