Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Abba faðir 

1. Abba faðir! andans skúrir
ofan sendu himnum frá.
Vanti kraftinn, andann, eldinn,
erum vér sem bliknuð strá.

Kór: Hræra bænir himnaveldi,
heilagt fyrir Jesú blóð.
Skír oss anda, skír oss eldi,
skír oss sönnum trúarmóð.

2. Andann léstu forðum falla,
fylltir börn þín krafti og trú.
Tungur eldsins tala ennþá,
tími þeirra´ er einmitt nú.

3. Trú oss gefðu til að sigra,
trú, sem aldrei hvikar frá.
Börn Guðs eiga´ í breytni að sýna
borg, sem stendur fjalli á.

4. Æðstur Drottinn, eldinn láttu 
alla brenna lygð og synd.
Hreinsa gullið, hjörtun gera
hús fyrir´ þína dýrðarmynd.

5. Hörpum vorum hljóma gefðu
heilags anda tónum frá.
Kveiktu eldinn, kenn oss öllum
Kanaans máli að tala á.

Ásmundur Eiríksson.

Hljóðdæmi