Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Aðeins lítið orð

1. Aðeins lítið orð um Jesúm
allt hann gjörði fyrir þig.
Aðeins lítið orð, það getur
aðra leitt á réttan stig.

Kór: Aðeins lítið orð um Jesúm
orð um besta vininn þinn.
Eins og brauð á vatnið varpað
veitast mun þér annað sinn.

2. Aðeins lítið orð um Jesúm
orð af hreinum kærleik tjáð.
Máske sagt af mætti veikum
má þó öðrum veita náð.

3. Aðeins lítið orð um Jesúm
eykur það á fögnuð þinn.
Eins og brauð á vatnið varpað
víkur til þín annað sinn.

4. Aðeins lítið orð um Jesúm
angruð hjörtu svölun þrá.
Ef að bros í augum ljómar
endurgjald þú færð að sjá.

Herbert Buffum - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi