Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Af himnum kom Jesús

1. Af himnum kom Jesús í jarðheima neyð
á jörðu hann fórnaði sér.
Er vitund mín sá hvaða voða hann leið,
hann varð meir en kær vinur mér.

Kór: Hann er meir en kær vinur,
hann veitir mér allt,
hann vegur til lífsins mér er.
Guðs elskaði sonur mig allt fyrir galt,
hann er meir en kær vinur mér.

2. Nær skelfist mitt hjarta lífsskuggunum í
og skilningur vinanna þver.
Ég óðar til Jesú með andvörp mín flý,
hann er meir en kær vinur mér.

3. Þótt veikur ég sé oft, mér náð hans er nóg,
í neyð mér hann hugsvölun er.
Af elsku hann mig upp úr eymdinni dró,
hann er meir en kær vinur mér.

4. Hvort tignar þú Jesúm og hyllir þú hann,
er hann meir en kær vinur þér?
Hann varð mér allt strax, er ég veginn lífs fann,
hann varð meir en kær vinur mér.

Anton Nilsson – Ásmundur  Eiríksson

Hljóðdæmi