Af lögmálsins svipu
1. Af lögmálsins svipu ég lamaður var
og líf mitt var kröfum þess háð,
og syndanna þunga ég þjakaður bar,
og þráði Guðs frelsandi náð.
Kór: Nú logar Guðs ljós mér í hjarta,
og lengur ég vinn ei sem þræll.
Mér ljómar Guðs líknarsól bjarta,
því lifi ég glaður og sæll.
2. Í brjósti mér lifnaði logandi þrá,
að lifa í sigrandi trú.
En þegar ég vanmátt og synd mína sá,
ég sagði: ,,Hver bjargar mér nú?”
3. Ég þráði að ganga á Guðs vegi sæll,
en Guðs vegur hulinn mér var.
Ég vildi ei syndga, en þó var ég þræll,
og þungann ég nauðugur bar.
4. Ég hrópaði í nauðum: ,,Hver ljær mér nú lið,
og leysir hin þvingandi bönd?”
Minn blessaði Jesús þá færði mér frið,
og frelsandi rétti mér hönd.
Thomas Ball Barratt – Sigurbjörn Sveinsson
og líf mitt var kröfum þess háð,
og syndanna þunga ég þjakaður bar,
og þráði Guðs frelsandi náð.
Kór: Nú logar Guðs ljós mér í hjarta,
og lengur ég vinn ei sem þræll.
Mér ljómar Guðs líknarsól bjarta,
því lifi ég glaður og sæll.
2. Í brjósti mér lifnaði logandi þrá,
að lifa í sigrandi trú.
En þegar ég vanmátt og synd mína sá,
ég sagði: ,,Hver bjargar mér nú?”
3. Ég þráði að ganga á Guðs vegi sæll,
en Guðs vegur hulinn mér var.
Ég vildi ei syndga, en þó var ég þræll,
og þungann ég nauðugur bar.
4. Ég hrópaði í nauðum: ,,Hver ljær mér nú lið,
og leysir hin þvingandi bönd?”
Minn blessaði Jesús þá færði mér frið,
og frelsandi rétti mér hönd.
Thomas Ball Barratt – Sigurbjörn Sveinsson