Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Af sorgarhafi

1. Af sorgarhafi sál mót himni lítur
þá segir andinn: Bráðum ertu þar.
Og morgunstjarnan máttug leið sér brýtur
um myrkrin þykk og gefur trúnni svar.

Kór: Jerúsalem með háu perluhliðin
og heiðan jaspismúr og gullin torg.
Þar heilög Guðs börn hljóta þráða friðinn
og hylla lambið Guðs í fagri borg.

2. Ég heyri oft á skerjum bylgjur brjóta
hvar bátur margur hefir siglt í kaf.
Þeir villuljósa vildu heldur njóta
en vita Guðs orðs yfir lífsins haf.

3. Oft blossa ljós upp björt í þessum heimi,
sem benda leið, en reynast aðeins tál.
En ljós Guðs náðar lokkar burt frá seimi,
í lífsins höfn það stefnu gefur sál.

4. Það ljós mér alltaf lýsa skal á hafi
uns lífsins hafnar sé ég opnast geim.
Frá bylgjum hafs og brimsins úðaskafi
þá býður Jesús mig velkominn heim.

Siexten Larsson - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi