Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Aftur til Guðs orðs

1. Aftur til Guðs orðs, gömlu Biblíunnar,
gefin sem forðum kynslóðunum var.
Opnir þar standa allir lífsins brunnar,
enn ber hún mönnum Drottins náðarsvar.

Kór: Aftur til Guðs orðs, gamla stigu far
Guðsmanna spor þú víða lítur þar.
Ljós Guðs þú færð að leiða týndu börnin
lífsins á veg, já, heim til föðurins.

2. Aftur til Guðs orðs, gömlu Biblíunnar,
guðsmönnum fyrrum sú var huggun nóg.
Gullnámur slíkar Guðs lýð eru kunnar,
gakk þangað inn, af fótum drag þér skó.

3. Aftur til Guðs orðs, gömlu Biblíunnar,
Guð þér þar reiðir dýrra kosta borð.
Álfur þá heimsins allar liggja brunnar
eilíft mun vara Drottins heilagt orð.

Thoro Harris – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi