Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Aldrei að eilífu bregðast

1. Aldrei að eilífu bregðast
orð Guðs, það muntu sjá.
Gervöll þau grundvölluð eru
Guðs sonar blóði á.

Kór: Himinn og jörð þótt brenni,
hamrarnir sundur renni,
aldrei að eilífu bregðast
orð Guðs né fyrirheit.

2. Gerðu sem Abraham áður
upp lít í hvelin blá.
Stjörnurnar tindrandi teldu
trúin mun vaxa þá.

3. Trúðu er myrkrin þér mæta,
myrkvuð ei sólin er.
Aftur að örfáum stundum
árfögur skín hún þér.

4. Trúðu er heimur þig hatar,
hvítlogar glóðum í.
Guðs son í eldinum einnig
er með þér, trúðu því.

5. Trúðu er vinir burt víkja
vinur er einn þér hjá,
Jesús, sem ævina alla,
aldrei þér hverfur frá.

6. Trúðu í sæld og í sorgum,
senn ert þú himnum á.
Allt, sem þú átt hér í trúnni
augljóst mun verða þá.

Lewi Pethrus – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi