Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Aldrei kólnar elska frelsarans

1. Aldrei kólnar elska frelsarans,
aldrei þrýtur náð né miskunn hans.
Syng þú honum heiður, lof og dýrð,
hann þín vegna sorgir bar og rýrð.

Kór: Sjálfur bar hann sorg og kvöl og neyð,
svo til Guðs þér opnist leið.
Hann þér sælu himnaríkis bjó,
hann bar krossinn, svo þú fyndir ró.

2. Aldrei kólnar elska frelsarans,
ást hans bræðir hjarta syndarans.
Jesús sigrar allt hið illa vald,
allir geta snert hans klæðafald!

3. Aldrei kólnar elska frelsarans,
aldrei munu glatast sauðir hans.
Góður hirðir herrann Jesús er,
hann til Guðs þig ber á örmum sér.

4. Aldrei kólnar elska frelsarans,
ó, hve gott að mega leita hans.
Þegar harmur hylur gleðisól,
hann þér veitir frið og líknarskjól.

5. Aldrei breytist elska frelsarans,
aldrei þreytist hjarta kærleikans.
Hans ég leita, honum syng ég hrós,
hann mér veitir frið og eilíft ljós.

Höf . óþ. – Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi