Aldrei þorsta sálarinnar
1. Aldrei þorsta sálarinnar svalar kenning nein
sú sem ei á grunni orðsins stendur skýr og hrein.
Lindin náðartær, líf enn gefið fær.
Logann ennþá kveikir Drottins eldur skær.
Kór: Já, gamla tímans guðdómskraft,
þá gömlu, hreinu trú.
Og frumkristninnar ferska eld
ó, faðir gefðu nú.
2. Hjarta mitt er löngu þreytt á lærðra manna spá,
lífið, friðinn, kraftinn fær það Drottins orði frá.
Biblíunnar blöð, blessar sál mín glöð,
biður Guð um leiðslu yfir tímans vöð.
3. Í þeim nýju kennisiðum engin jurt er græn,
uppþornun og skrælnun vís,
ef gleymist hjartans bæn.
Bænin kraft mér ljær, ber mig Guði nær.
Bara á þeim vegi sigurkrans þú fær.
Herbert Brander – Ásmundur Eiríksson
sú sem ei á grunni orðsins stendur skýr og hrein.
Lindin náðartær, líf enn gefið fær.
Logann ennþá kveikir Drottins eldur skær.
Kór: Já, gamla tímans guðdómskraft,
þá gömlu, hreinu trú.
Og frumkristninnar ferska eld
ó, faðir gefðu nú.
2. Hjarta mitt er löngu þreytt á lærðra manna spá,
lífið, friðinn, kraftinn fær það Drottins orði frá.
Biblíunnar blöð, blessar sál mín glöð,
biður Guð um leiðslu yfir tímans vöð.
3. Í þeim nýju kennisiðum engin jurt er græn,
uppþornun og skrælnun vís,
ef gleymist hjartans bæn.
Bænin kraft mér ljær, ber mig Guði nær.
Bara á þeim vegi sigurkrans þú fær.
Herbert Brander – Ásmundur Eiríksson