Aldrei þreytist ég að syngja
1. Aldrei þreytist ég að syngja
andans gleðilag.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Sigurrór með sælum friði
syng ég enn í dag.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Kór: Hví má ekki konungsbarn
kætast, fagna, syngja hátt?
Hygg að, ég er heim á leið,
heiðið skært og fagur blátt.
Sé ég bráðum Síonborg,
syng þess vegna alltaf dátt.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
2. Hvílíkt djúp af kærleiks undri,
hvílíkt djúp af náð.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Upp til himins önd mín lyftist,
engu´ á jörðu háð.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
3. Sé ég bráðum Síonturna
sveipast gulli í.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Brúðguminn þá brúði fagnar,
brott er hvert eitt ský.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
4. Hærra þá af helgum skara
hljómar söngurinn.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Lambið Guðs þá lofað verður,
ljómar himinninn.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Fanny Crosby – Ásmundur Eiríksson
andans gleðilag.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Sigurrór með sælum friði
syng ég enn í dag.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Kór: Hví má ekki konungsbarn
kætast, fagna, syngja hátt?
Hygg að, ég er heim á leið,
heiðið skært og fagur blátt.
Sé ég bráðum Síonborg,
syng þess vegna alltaf dátt.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
2. Hvílíkt djúp af kærleiks undri,
hvílíkt djúp af náð.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Upp til himins önd mín lyftist,
engu´ á jörðu háð.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
3. Sé ég bráðum Síonturna
sveipast gulli í.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Brúðguminn þá brúði fagnar,
brott er hvert eitt ský.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
4. Hærra þá af helgum skara
hljómar söngurinn.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Lambið Guðs þá lofað verður,
ljómar himinninn.
Dýrð sé Guði, hallelúja!
Fanny Crosby – Ásmundur Eiríksson