Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Alheilagur Drottinn

1. Alheilagur Drottinn, almáttugur Drottinn,
árla morguns hljómar vor lofsöngur til þín.
Alheilagur Drottinn, almáttugur Drottinn,
Guðdómleg þrenning, dýrð þín aldrei dvín.

2. Alheilagur Drottinn, öldungar í hæðum
af sér varpa kórónum frammi fyrir þér.
Kerúbarnir hrópa' og falla þér til fóta:
,,Frá eilífð Guð vor verður, var og er!"

3. Alheilagur Drottinn, þó að sjálfur sértu
sjónum vorum hulinn og dýrðarljómi þinn,
lifir þú og ríkir alfullkominn ertu,
ást þín og náð þín fyllir himininn.

4. Alheilagur Drottinn, almáttugur Drottinn,
elska þín og speki í verkum þínum skín.
Jörð og haf og himnar, allt ber um þig vottinn,
Guðdómleg þrenning, dýrð þín aldrei dvín.

Reginald Heber – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi