Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Allan veginn

1. Allan veginn er hann með mér,
einskis meira þarfnast ég.
Gæsku hans ég get ei efað,
gyllir hún minn stig og veg.
Æðri frið og öruggleika
öllum gefur hann í sér,
:,:enda hvað sem upp á kemur,
örugg borg er Jesús mér.:,:

2. Allan veginn er hann með mér,
allra næst ef freistast ég.
Gefur náð og greiðir sporið,
gatan ef er þung og treg.
Ef mig þyrstir lífsins lindir
legg ég varir á og drekk.
:,:Eins og fyrr frá alda kletti
unnblá streymir lindin þekk.:,:

3. Allan veginn er hann með mér,
elska hans er ný hvern dag,
og að lokum eilíf sæla
er mér tryggð við sólarlag.
Alsæll ég þá fell að fótum
frelsaranum þakkir tér:
:,:Að hann skyldi elskuríkur
allan veginn fylgja mér.:,:

Fanny Crosby – Ásmundur Eiríksson.

Hljóðdæmi