Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Allt ég fús vil yfirgefa

1. Allt ég fús vil yfirgefa,
óðar kveð ég heimsins prjál.
Ég vil glaður Jesú fylgja,
Jesús blessar mína sál.

Kór: :,: Allt ég yfirgef :,:
Ég vil glaður Jesú fylgja,
allt ég yfirgef.

2. Hjarta mitt sem fórn ég færi
frelsaranum, hér og nú.
Heilags Anda eldur glæðir
allt mitt sálarlíf og trú.

3. Ég með krossinn hans á herðum
heldur vildi þola smán,
en að höndla heimsins gæði,
hverfulleikans fánýtt lán.

4. Ég hef náð og frelsi fundið
fyrir blóðið lausnarans,
Eilíflega önd mín lofar
elskuverða nafnið hans.

J. W. Van de Venter – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi