Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Allt ég hefi yfirgefið

1. Allt ég hefi yfirgefið,
ó, minn Jesús vegna þín.
Hirði´ ég síst um heimsins gleði,
herra, þú ert unun mín.
Vinir þótt mér vilji gleyma,
veröld þótt mér sýni háð.
Brátt ég stend við himins hliðið
hlýt míns Jesú dýpstu náð.

Kór: Kemur ævikvöldið hinsta,
klukkan síðsta höggið slær.
Þá mun rætast þráin innsta,
þá er sjálfur Jesús nær.

2. Er ég heyri herrann kalla,
heyri þyt af englasveit.
Gegnum myrka dauðans dalinn
Drottins ber mig elskan heit.
Loforð hans í eyrum ómar,
ekkert við það jafnast fær:
,,Ég er með þér, óttast ekki,”
opnast perluhliðin skær.

3. Yfir dauðans fljótið fer ég
frelsaður af Jesú náð.
Ljóssins borg hjá lífsins straumi
litið fæ, sem hef ég þráð.
Í þeim sælubústað bjarta
blómgað stendur lífsins tréð.
Englar Guðs mér yfir fagna
er ég himnadýrð fæ séð.

Herbert. H. Booth - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi