Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Athvarf mitt þú ert

1. Athvarf mitt þú ert, ó, Jesús
einum treysti' ég þér.
Líf og frelsi, ljós og gleði,
ljær þú mér.

2. Lát mig finna fyrirgefning
fætur þína við.
Þinni guðdóms gæsku´ ég treysti,
gef mér frið.

3. Hreinsar mig og helgar, Jesús,
hér þitt dreyraflóð.
Angurmæddum anda lækning
er þitt blóð.

4. Þú mig leiðir, þú mig styður,
þér ég fylgi' í trú.
Allt, sem hjartað heitast þráir,
hefir þú.

5. Vernda gang minn, góði Jesús,
gegnum lífsins stríð.
Aðeins þér ég einum treysti
ár og síð.

F. R. Havergal - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi