Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Áttu trausta trúarþrekið

1. Áttu trausta trúarþrekið,
til að fylgja Jesú hér?
Til að þola ofsókn alla
og það háð sem mætir þér?

2. Áttu trausta trúarþrekið,
til að vera sannkristinn?
Hafir þú ei hug að byrja,
hvernig verður endirinn?

3. Ef að borg á bjargi stendur,
borgin sú ei dulist fær.
Eins fær trúin ekki dulist,
oss hún lyftir himni nær.

4. Ef við Drottins ástarhjarta
yl og birtu finnur þú,
verður þú að vitna´ um Jesúm,
viðurkenna þína trú.

5. Hvorki óvild heims né hylli
hefir framar gildi þá,
heldur það, að dag hvern Drottins
dýrð á jörð vér mættum sjá.

6. Hver sem ekki er með Jesú,
er á móti honum víst.
Ef þú hefir ást hans móðgað,
iðrun fresta máttu síst.

7. Bið um líkn og frið og frelsi
fyrir herrans Jesú blóð.
Bið um náð og blessun Drottins,
bið um andans himinglóð.

8. Sínum börnum Guð vill gefa
guðdómlegan kraft og þor.
Fyrst er krossinn - svo er sælan,
sem á himni bíður vor!

Lina Sandell - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi