Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Besti vinur á jörð er Jesús

1. Besti vinur á jörð er Jesús,
jafnan þegar mætir sorg og neyð.
Hann fær þerrað heitust tár,
hann fær læknað dýpstu sár.
Besti vinur á jörð er Jesús.

Kór: :,: Minn einasti vin er Jesús :,:
Leita ég hans hjálpar hér,
hann mig ber á örmum sér.
Besti vinur á jörð er Jesús.

2. Ó, hvað Guðs son er góður vinur
gegnum tár mér skín hans friðarsól.
Í hans skauti ég mig fól,
ó, það blessað friðarskjól!
Besti vinur á jörð er Jesús.

3. Þótt ég dvelji í dimmum skugga,
dynji Jórdans bylgjur kringum mig.
Hug minn enginn ótti slær,
af því Drottinn minn er nær.
Besti vinur á jörð er Jesús.

4. Nær í ljóssalinn loks vér komum,
lítum vér hans náðarauglit bjart.
Sætt vér honum syngjum prís,
sælir Guðs í Paradís.
Besti vinurinn vor er Jesús.

Nathanael Cronsioe – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi