Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Biblíuna elska ég

1. Biblíuna elska ég,
af því hún er guðdómleg.
Hún mér segir hvað ég er,
helgan fjársjóð veitir mér.

2. Hún mér gefur heilnæm ráð,
hún mér sýnir Drottins náð,
sorgleg afdrif syndarans,
sem að smáir kærleik hans.

3. Hún á réttan vísar veg,
villtur þegar ráfa ég.
Hún er ljós og hjálp í neyð,
huggun bæði' í lífi og deyð.

4. Biblían er bókin mín,
blessun hennar aldrei dvín.
Hana alla elska ég,
af því hún er guðdómleg.

T. T. - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi