Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Bíð þess ekki vinur

1. Bíð þess ekki vinur, að þér bjóðist mikið starf,
beindu hug að því sem liggur nær.
Mitt í önnum hversdagslífsins Guði þjóna þarf,
þar skal þinn viti ljóma skær.

Kór: :,: Lýstu sem vitaljósið skært :,:
Sem að öðrum lýsir leið um lífsins brim og sker,
lýstu sem vitaljósið skært.

2. Dimmum skuggum eytt þú getur
döprum leiðum á,
dulda, þunga reynslu margur ber.
Léttu hrelldra byrðar og þú Guði þjónar þá,
það er og starf sem Drottinn sér.

3. Nota pund, sem Guð þér gaf og gerðu það í dag,
Guðs son mun þér alltaf vera nær.
Færðu lýðum lífsins brauð og léttu þjáðra hag,
ljóma þú eins og viti skær.

Ina Duley Ogdon - Sigíður Halldórsdóttir

Hljóðdæmi