Blíðlega laðandi
1. Blíðlega, laðandi Kristur nú kallar,
kallar á mig og á þig.
Hjartna við dyrnar hann bíður og biður,
biður um þig og um mig.
Kór: :,: ,,Kom heim ! :,:
Þú, sem ert þreyttur, kom heim!”
Blíðlega, laðand, Kristur nú kallar,
kallar: ,,Ó, vinur, kom heim!”
2. Óðfluga dagar og lífsstundir líða,
líða frá mér og frá þér.
Húmið á sígur og kvöldstundin kemur,
kemur að þér og að mér.
3. Því þá að hika er brennheitt hann biður,
biður um mig og um þig?
Hví þá að hika? Hann okkur vill annast,
annast um þig og um mig.
4. Sjá, hvílík dásamleg ástúð og elska,
elska til mín og til þín!
Sekir þótt séum, í miskunn hann mænir,
mænir til þín og til mín.
William L. Thompson - Sigurbjörn Sveinsson
kallar á mig og á þig.
Hjartna við dyrnar hann bíður og biður,
biður um þig og um mig.
Kór: :,: ,,Kom heim ! :,:
Þú, sem ert þreyttur, kom heim!”
Blíðlega, laðand, Kristur nú kallar,
kallar: ,,Ó, vinur, kom heim!”
2. Óðfluga dagar og lífsstundir líða,
líða frá mér og frá þér.
Húmið á sígur og kvöldstundin kemur,
kemur að þér og að mér.
3. Því þá að hika er brennheitt hann biður,
biður um mig og um þig?
Hví þá að hika? Hann okkur vill annast,
annast um þig og um mig.
4. Sjá, hvílík dásamleg ástúð og elska,
elska til mín og til þín!
Sekir þótt séum, í miskunn hann mænir,
mænir til þín og til mín.
William L. Thompson - Sigurbjörn Sveinsson