Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Dásamlegan dagverð

1. Dásamlegan dagverð hér
Drottinn býður mér og þér,
hlustum á hans náðarblíðu ástarorð.
Hann oss gefur himna brauð,
herrans börn ei líða nauð.
Ó, hve sælt að sitja við hans blessað borð.

Kór: “Komið nú og takið dagverð, komið nú,”
kallar Jesús, vinur minn, hví tefur þú?
Hann  sem fæddi fjölda manns,
flutti boðskap kærleikans,
öllum lífsins blessað brauð býður nú.

2. Lærisveinar lausnarans
lögðu net að boði hans,
komu svo í land þar Drottinn stóð á storð.
Fengu brauð og fisk í hönd
fljótt er komu þeir að strönd,
þannig allir mettast mega við hans borð.

3. Bráðum kemur brúðguminn,
brúður sína´ að leiða inn
í þá dýrð og í það ljós, sem aldrei deyr.
Gleðjast þar í hásal hans
hjartans vinir frelsarans,
og til borðs með Jesú sælir sitja þeir.

C. B. Widmeyer - Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi