Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Djúpt í synd

1. Djúpt í synd ég sokkinn var,
sál mín fann hvergi ró.
Mig frá landi bylgjan bar
beint út á ólgusjó.
Neyðaróp mitt heyrði hér
hann sem á valdið nóg,
upp svo ljúft hann lyfti mér
úr synda sjó.

Kór: :,: Hann frelsaði mig :,:
Þá öll von úti var, Jesús frelsaði mig.

2. Hann mitt hjartans athvarf er,
öll mín hann læknar mein,
eins og sól hans elska hér
inn í mitt hjarta skein.
Náðin djúp og helg og há
hjarta mitt fyllir nú.
Honum fylgja hér ég má
í hreinni trú.

3. Enn er, kæri vinur, von,
von fyrir þig sem mig,
ef þú trúir á Guðs son,
óðar hann frelsar þig.
Meðtak náð og frelsi fljótt,
flý þú til lausnarans.
Hafsins bylgjur blunda rótt
að boði hans.

James Rowe – Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi