Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Dragðu mig nær þér

1. Dragðu mig nær þér, drag mig þér nær,
dýrmæti herra og frelsari kær.
Vef þér að brjósti viknandi önd,
:,: vísa mér leið heim að friðarins strönd. :,:

2. Dragðu mig nær þér, allslaus ég er,
eilífi konungur, líknaðu mér.
Iðrandi hjarta hreinsa af synd,
:,: herra minn Jesús, í dreyra þíns lind. :,:

3. Dragðu mig nær þér, sál mína seð,
syndina´ og hégómann glaður ég kveð.
Glæsilegt heimslán hismi ég tel,
:,: heilaga frelsarann einan ég vel. :,:

4. Dragðu mig nær þér lífsins á leið,
loks þegar endar mín hörmung og neyð.
Alsæll ég dvel um eilífð þér nær,
:,: elskaði Jesús, minn frelsari kær. :,:

Mrs. C. H. Morris – Sigurbjörn  Sveinsson

Hljóðdæmi