Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Drottinn, í fótspor þín

1. Drottinn, í fótspor þín feta vil ég,
ég fylgi því ljósi, sem skín á minn veg.
Fús kveð ég glysið og heimskuna hér,
minn herra, með gleði ég fylgja vil þér.

Kór: Þjónn þinn ég er, þú hjálpar mér.
Hvað sem það kostar fús ég fylgi þér.
Glaður ég dvel meðal Drottins vina hér.
Þjónn þinn ég er, Jesús, þú hjálpar mér.

2. Margir í fyrstunni fóru af stað,
en flýðu er andstreymið þunga bar að.
Augnablikshrifning hjá öðrum það er,
sem áfram þá knýr, - og þeir hörfa frá þér.

3. Þér vil ég fylgja, já, þó ég sé einn,
og þó að minn koddi sé öræfasteinn.
Lánið í heiminum óstöðugt er,
og enginn er sæll ef hann villist frá þér.

4. Kom þú því vinur, og gakk þú nú greitt
þá götu er alla til himins fær leitt.
Varpaðu öllu því vonda frá þér,
og vinn fyrir Drottin með Guðs börnum hér.

Herbert Buffum – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi