Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Drottinn sagði við Nóa

1. Drottinn sagði við Nóa, er fjaraði flóð:
,,Aldrei framar ég senda það vil.
Hverja einustu sál, hverja einustu þjóð
vil ég hreinsa með elskunnar yl.
Ég vil reisa hinn sárþjáða syndara við
og hans sál vil ég frelsa frá deyð.”
Fyrir lausnarans blóð gaf hann blessun og frið
og hann bætti úr mannkynsins neyð.

Kór: Hvað ég var, hvað ég er,
það er gleymt, það er gleymt,
því að grafinn með Kristi ég er.
Til sín algóður Guð hefir hjarta mitt heimt,
svo að horfin er fortíðin mér.

2. Ef þú kemur til lausnarans eins og þú ert,
fullt af unaði verður þitt líf.
Enginn maður í heiminum getur neitt gert,
nema Guð sé hans aðstoð og hlíf.
Ég var léttvægur fundinn, þá veginn ég var,
því ég veraldar elskaði prjál.
Einn um koldimma nótt mína byrði ég bar,
þreyttur bæði á líkama´ og sál.

3. Hvað ég er, hvað ég var,
það er gleymt, það er gleymt,
sjálfur Guð lítur ekki á það.
Til sín algóður Guð hefir hjarta mitt heimt,
og mér hjálpar í sælunnar stað.
Eins og lindin, sem hverfur í úthafsins ós
er að eilífu horfin mín synd.
Nú er frelsarinn sjálfur mitt líf og mitt ljós,
og mér Ijómar hans blessaða mynd.

Höfundur óþekktur – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi